Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Fréttablaðið fjarlægði frétt um neytendur: „Skíthræddir að fjalla um óheiðarleg fyrirtæki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að Guðlaugur Jónasson líti ekki lengur á Fréttablaðið og Hringbraut sem miðla sem séu í liði með neytendum. Hann sakar fjölmiðilinn um að beygja sig og bugta gagnvart fyrirtæki sem hækkar verð á útsölu. Hringbraut, undirmiðill Fréttablaðsins, birti á dögunum frétt um að Tölvulistinn hafi hækkað verð á tölvuskjá í janúar en sú frétt var byggð á kvörtun Guðlaugs innan Facebook-hóps neytenda Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.

Sú frétt hefur nú verið fjarlægð af netinu og er Guðlaugur ekki alls kostar sáttur. „Hér neðar segi ég frá verðhækkun á skjá hjá Tölvulistanum. Það kom frétt um þetta mál á Hringbraut fréttablaði í dag þar sem fjallað var um þetta mál og viðbrögðin hér á síðunni. Seinnipartinn var þessi frétt horfinn hjá þeim. Ég er full viss um að eigendur Tölvulistans hafa hótað Hringbraut fréttablaðið að hætta að auglýsa hjá þeim ef þeir tæku ekki þessa frétt út. Ég tel að þetta sýni það að fjölmiðlar eru skít hræddir að fjalla um óheiðarleg fyrirtæki,“ segir Guðlaugur.

Agnar nokkur Einarsson skrifar athugasemd, að svo virðist fyrir hönd Tölvulistans. Hann segir þessa lýsingu rétta í megin atriðum en leggur áherslu á að verðhækkun fyrirtækisins hafi átt sér skýringu. „Mig langar bara að benda á að Hringbraut tók þessa frétt út af vefnum hjá sér þar sem hún var skrifuð án þess að leitast eftir nánari upplýsingum frá Tölvulistanum um málið. Og þegar Tölvulistinn hafði samband til þess að leiðrétta fréttina var þetta lausnin sem var boðin, s.s. fjarlægja fréttina. Þessi hópur (Vertu á verði) veitir fyrirtækjum ekki aðgang að henni og því getur Tölvulistinn sem fyrirtæki ekki komið hér inn til að svara fyrir sig og útskýrt málið,“ segir Agnar.

Hann útskýrir svo af hverju varan hækkaði í verði. „Þessi vara hækkaði hjá Tölvulistanum í nóvember þegar varan kom aftur á lager og hún stóð ekki lengur undir fyrra búðarverði vegna hækkana á innkaupaverði sem og vegna gengishækkana. Mér finnst þetta rosalega kærulaust að vera ítrekað að ímynda sér hvað er að eiga sér stað frekar en að hafa samband við fyrirtækið. Guðlaugur Jónasson hafðir þú samband við Tölvulistan til að fá skýringu á hækkuninni? Ef þið teljið enþá trú um að það sé verið að svindla á ykkur þá endilega koma því áleiðis á Neytendastofu sem mun þá tækla málið,“ segir Agnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -