Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fréttamenn standa þétt við bak Helga Seljan – Fordæma nýtt áróðursmyndband Samherja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Félagar í Félagi fréttamanna og starfsmenn fréttastofu RÚV í öðrum félögum harma nýjasta áróðursmyndband útgerðarfyrirtækisins Samherja þar sem enn eina ferðina er ráðist persónulega að Helga Seljan fréttamanni,“ segir í yfirlýsingu félags fréttamanna og starfsmönnum fréttastofu RÚV.

Fréttamenn RÚV lýsa yfir eindregnum stuðningi við Helga í þessari ófrægingarherferð Samherja á hendur honum sem er fordæmalaus í sögu fjölmiðlunar á Íslandi.

„Samherji hefur undanfarin misseri valið þá leið að veitast að blaða- og fréttamönnum frekar en að svara efnislega spurningum um starfsemi fyrirtækisins og ásakanir um lögbrot. Þetta hefur fyrirtækið meðal annars gert með fjarstæðukenndum dylgjum í færslum á vef sínum og með því að borga fyrir dreifingu áróðursmyndbanda þar sem gróflega er vegið að fjölmiðlum, einkum og sér í lagi að fréttamanninum Helga Seljan.

Starfsemi Samherja er til rannsóknar hjá þar til bærum yfirvöldum hérlendis og erlendis. Það hefur meðal annars leitt til þess að hérlendis hafa menn fengið réttarstöðu grunaðra og erlendis sæta menn saksókn og gæsluvarðhaldi. Í stað þess að svara efnislega reynir Samherji að láta málið hverfast um persónu Helga. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu fráleitt það er.

Ákvæði í siðareglum RÚV sem siðanefnd byggði úrskurð sinn á var fært í letur til að fanga þann anda sem ríkir á fréttastofu RÚV um að fréttamenn taki ekki afstöðu á opinberum vettvangi í umdeildum málum. Það er hins vegar mikilvægt að geta borið hönd fyrir höfuð sér og haldið réttu til haga þegar stórfyrirtæki heldur ítrekað fram ósannindum með skipulögðum hætti.“

Starfsmenn RÚV segja að hér sé um ofbeldi og skipulega aðförð Samherja að ræða í garð fréttamanna og ábyrgs fréttaflutnings. Þeir benda á að Ísland lækkaði milli ára á lista samtakanna Fréttamenn án landamæra þar sem fjölmiðlafrelsi er kannað. „Í umsögn samtakanna um fjölmiðlafrelsi á Íslandi var meðal annars minnst á herferð Samherja til að reyna að gera tortryggilega þá fréttamenn sem unnið hafa að umfjöllun um málefni fyrirtækisins.“

Nýjasta útspil Samherja gegn Helga má sjá hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -