Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Fréttin sem felldi prestinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi og fyrrverandi prestur í Lágafellskirkju, var í vikunni rekinn úr embætti í framhaldi af umfjöllun fréttamiðilsins Vísis um samskipti hans og Önnu Auroru Waage. Þetta var í þriðja sinn sem presturinn uppljóstraði eða kom að slíkum málum.

„Um leið og ég sá hana á leiðinni til Bolungarvíkur að starfa á Bergi, þá lenti ég í alveg gríðarlegri klemmu. Ég hugsaði svo: Ef ég fer að blanda mér í þetta, þá verður mér enn og aftur borið á brýn að ég sé að skipta mér af málum sem koma mér ekki við,“ sagði Skírnir við Vísi.is. „Ég sé eftir því að hafa ekki hringt í lögregluna um leið og ég sá hana fara í þyrluna.“

Hann segist hafa sett sig í samband við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í dag. Hann hafi rætt við hann símleiðis og beinlínis varað hann við konunni. Honum hafi verið brugðið, enda ástandið í samfélaginu alvarlegt og bakvarðasveitin að sinna mikilvægum störfum. „Við erum að tala um þjóðaröryggi núna.“

Hann segir það þó vera ákveðinn létti að málið hafi komist upp. Hann hafi verið hugsi yfir því atviki sem snýr að honum í mörg ár en það sé miður ef fleiri hafi lent í sambærilegu. „Það er eins og það sé lyft af manni fargi. Þetta er búið að vera mér rosalega erfitt í mörg, mörg ár.“

Fjallað er ítarlega um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -