Freyja Egilsdóttir Mogensen verður jarðsungin frá Selfosskirkju næstkomandi föstudag. Hún var myrt með hrottalegum hætti í Danmörku 2. febrúar síðastliðinn.
Freyja var 43 stúlka frá Selfossi sem elskaði flatkökur og íslenska náttúru. Síðustu vikur hennar hér á jörðu saknaði hún heimalandsins og mátti skynja að hana langaði heim. Freyja starfaði á dvalarheimili aldraðra í Odder, á austanverðu Jótlandi.
Sjá einnig: Sorgarsaga Freyju -„Erum í áfalli“-Stúlkan frá Selfossi elskaði flatkökur og íslenska náttúru
Freyja ólst upp á Selfossi. Hún flutti til Árósa í Danmörku árið 1999 og bjó þar fram í andlátið. Flestir ættingjar hennar búa á Íslandi en systir hennar býr í Danmörku. Freyja var þýsk í móðurættina en átti íslenskan föður, Egil Egilsson, frá Króki í Biskupstungum, sem lést árið 2019. Hún talaði því reiprennandi þýsku. Áður en hún flutti til Danmerkur bjó Freyja í Frakklandi og Austurríki.
Eins og gefur að skilja var fjölskylda Freyju hér á landi yfirbuguð af sorg vegna tíðindanna af fráfalli Freyju. Hún á þrjár systur: Dísu Maríu, Ásthildi og Sólrúnu. Móðir þeirra er Bóthildur Hauksdóttir en faðir þeirra, Egill Egilsson, lést 21. ágúst 2019.
Freyja lætur eftir sig þrjú börn: Alex fæddur 1993, Lúkas fæddur 2001 og Emma fædd 2015. Útför Freyju hér á landi fer fram síðar að sögn systranna þriggja sem fara hlýjum orðum um Freyju. Freyja heitin var yngst þeirra systra.

Ríflega fimmtugur sambýlismaður Freyju, Flemming Mogensen, játaði fyrir dönskum dómstólum að hafa orðið henni að bana.
Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem myrti Freyju – Leiddur fyrir dómara með brotin gleraugu

Skömmu fyrir andlátið birti Freyja mjög fallegar myndir af Íslandi þar sem hún sagðist sakna landsins og að hana langaði heim. Aðeins eru þrjár vikur síðan. Í færslu á Instragram birti hún fallegar Íslandsmyndir með eftirfarandi skilaboðum.
„Ég elska líf mitt í Danmörku en ég sakna virkilega heimalandsins míns, fjölskyldu og vina. Dönsk náttúra er róandi en sú íslenska svo kraftmikil,“ sagði Freyja sem hafði sterka tengingu við Ísland og heimabæ sinn á Selfossi.