- Auglýsing -
Freyja nokkur og nágrannar hennar í Mosfellsbæ óttast mjög minkafaraldur í bænum og í Mosfellsdalnum. Að hennar sögn hafa hæsna- og dúfnaeigendur í bænum orðið fyrir miklum skaða síðustu daga vegna vargsins.
Freyja opnar á umræðuna í hópi bæjarbúa á Facebook. Þar segir hún:
„Síðastliðna viku hefur minkur, ekki i eintölu heldur fleirtölu, drepid hænur í 2 kofum í Reykjabyggd a sitthvorum enda hverfissins og heyrði ég af dúfna fjöldadrápi í
Mosfellsdal í gær. Þetta er búrminkur sem kann ekki ad bjarga ser vel í snjófarginu svo þeir eru ad sækjast í ljós, hlýju og mannabyggdir. Koma á gluggana hjá fólki og teygir sig að birtunni,“ segir Freyja og varar bæjarbúa þessu næst:
„Þeir virðast vera agressivari núna í snjónum ad komast inn hjá fólki. Ef þú átt barn sem sefur úti í vagni, þá myndi ég hugsa mig tvisvar um ad láta barn í vagni út án eftirlits á meðan þetta er svona. Jafnvel ekki setja litla hunda eina út í langan tíma bundna. Minkur drepur sér ekki bara til matar heldur drepur hann allt kvikt ad gamni sínu. Þessi minkagrey líta út gæf og krúttleg en eru þvi miður allt annað en það.“
Og með færslunni birti Freyja myndband af minki sem hún fann á útipallinum sínum nýverið. „Hann óð gargandi á móti mér þegar hann var króaður af,“ segir hún. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.