- Auglýsing -
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu. Er niðurstaða málsins því sú að Freyja eigi rétt á að fara í gegnum hefðbundið matsferli áður en ákvörðun er tekin um hæfi hennar til að verða fósturforeldri.
Freyju var m.a. neitað að sitja námskeið fyrir áhugasama fósturforeldra, sem einstaklingar þurfa að sækja til að fá leyfi til að taka barn í fóstur. Naut hún mikils stuðnings við aðalmeðferð málsins.