Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Freyr Eyjólfsson kann að spara: „Það er sérstök listgrein að elda úr afgöngum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Freyr Eyjólfsson, eilífðarunglingur og sveimhugi, er Neytandi vikunnar að þessu sinni. Hann á konu og tvö börn. Býr í Reykjavík og starfar sem Hringrásarsérfæðingur.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Bý til lista. Fer alls ekki svangur í búðina. Rækta mínar eigin kartöflur og veiði mér til matar. Fer til dæmis á strandveiðar með félaga mínum og næ mér í fisk. Elda afganga. Það er sérstök listgrein að elda úr afgöngum. Þegar ég bjó í Frakklandi sá ég að margir vinsælir franskir réttir eru gerðir úr afgöngum.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Já ég kaupi notuð föt og húsgögn. Geri við og laga allt sem ég get. Það er skemmtilegt að laga og búa til eitthvað nýtt í staðinn fyrir að kaupa og henda. Miklu skemmtilegra en að horfa á sjónvarpið. Svo verð ég líka svo montinn og ánægður með mig ef mér tekst að laga hluti. En ef ég kaupi nýtt þá kaupi ég góða hluti og held þeim vel við. Mjög mikilvægt að henda ekki gagnlegum hlutum í ruslið. Því mögulega geta aðrir notað þá.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

- Auglýsing -

Þarf ég þetta?

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Mat. Hef heilbrigða skynsemi að leiðarljósi og kaupi mat sem er hollur og heilsusamlegur fyrir fjölskylduna. Kaupi mat úr nærumhverfi en ekki úr fjarlægum heimshlutum. Eins verð ég alveg brjálaður þegar ég fer í búðina og hálf matarkarfan eru umbúðir. Til dæmis er íslenskt grænmeti í allt of miklum umbúðum en ekki erlent. Þetta þarf að laga

- Auglýsing -

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já. Þetta er stærsta verkefni mannkyns fyrr og síðar.

Lærum að laga. Það er gaman að laga og búa til eitthvað nýtt í staðinn fyrir að kaupa og kaupa og henda og henda. Settu sálina þína í stólinn, buxurnar, húsið þitt og matinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -