Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Fríar hraðferðir í boði fyrir tónleikagesti á Guns N’ Roses

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stærstu og fjölmennustu tónleikar Íslandssögunnar fara fram annað kvöld, þriðjudagskvöldið 24. júlí, þegar rokksveitin Guns N’ Roses tryllir lýðinn á Laugardalsvelli. Samkvæmt tilkynningu frá tónleikahöldurum má búast við um 25 þúsund manns í dalnum þetta kvöld.

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Skipuleggjendur tónleikanna hvetja fólk eindregið til að fara tímanlega niður á völl til að forðast raðir. Þá hvetja þeir einnig borgarbúa til að hjóla eða ganga á tónleikana eins og hægt er, en völlurinn opnar klukkan 16.30 fyrir tónleikagesti.

Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16.00, nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.

Frítt í Strætó

Tónleikahaldarar, ásamt lögreglu og Reykjavíkurborg, mælast til þess að fólk fari tímanlega af stað og nýtist eins og frekast er kostur við almenningssamgöngur, virka ferðamáta (ganga eða hjóla) eða sameinist í bíla. Besti staðurinn til þess að hleypa fólki út úr leigu- eða fólksbílum er við Glæsibæ eða á Sundlaugarvegi samkvæmt tilkynningu tónleikahaldara. Bílastæðin í kringum Laugardalshöllina eru opin, en til þess að leggja þar þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl.

Eldvörpur og reyksprengjur í Laugardalnum

Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og strætóstoppistöðinni norðanmegin við Kringluna, hjá Orkunni. Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -