Talsvert uppnám varð í Mosfellsbæ í nótt þegar friðarkerti var skilið eftir logandi á borði í garði. Kertið brann niður og kviknaði í borðinu og stólum þar í kring. Fljótlega tókst að slökkva eldinn en talsvert tjón varð í kring. Engin slys urðu á fólki
Í miðborg Reykjavíkur var kallað eftir aðstoð eftir að eldur kom upp í bifreið. Ökumaður og farþegi slökktu eldinn með því að kasta snjó á vélina. Hvorugur slasaðist.
Tilkynnt var um aðila reyna að komast inn í bifreiðar i hverfi 108.
Ölvað fólk flúði kuldann og gerði sig heimakomið í bílakjallara í miðborginni. Þeim var vísað út á guð og gaddinn.
Lögreglu barst tilkynning um „aðfinnsluvert háttarlag“ manna í miðbænum. Þeir sáu að sér og héldu sína leið þegar lögregla vísaði þeim á brott.
Innbrot áttu sér stað í þremur hverfum borgarinnar. Ekki liggur fyrir hvort upp hafi komist um gerendur.
Tilkynnt um mann að sveifla sverði í Kópavogi. Lögregla mætti á vettvang en sverðmaðurinn fannst ekki.
Hópar fólks létu ófriðlega og stóðu í deilum við Mjóddina. Óljóst er með málalok þar.