Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Friðrik Ómar er fórnarlamb netsvikara: „Ég var með hausinn út um allt og ekki að hugsa rökrétt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson lenti í ógöngum þegar hann var að kaupa föt frá Asos á Netinu. Svikahrappar laumuðu sér inn í greiðslukeðjuna og höfðu af tónlistarmanninum 350 þúsund krónur. Friðrik rakti áfallasögu sína á samfélagsmiðlum og varaði fólk við.

„Ég var með hausinn út um allt og ekki alveg að hugsa rökrétt,“ segir Friðrik Ómar og rekur atburðarásina. Blekkingin á sér rætur í því að netglæpamenn náðu að blekkja tónlistarmanninn til að gefa upp leyninímer á korti sínu. DV rakti atburðarásina sem hófst á því a hann fékk sms um að sendingin væri komin til landsins.

„Sendingin var komin til landsins og var í tollinum og ég átti greinilega eftir að fylla út einhverjar upplýsingar, var beðinn um heimilisfang aftur og endilega kortið líka. Og einhver aukakostnaður, 1400 kall, og ég set kortið inn og pin númerið og allt saman. Og fæ til baka að greiðslan fór ekki í gegn, og ég geri þetta aftur, og geri þetta aftur og fjórum sinnum. Það endaði með því að út af kortinu mínu fóru 350 þúsund …,,“ segir Friðrik Ómar.

Kortafyrirtækið Mastercard neitar að endurgreiða honum af þeirri ástæðu að hann gaf upp pinnúmer sitt.  Friðrik varar fólk við því sem er að gerast í myrkviðum Netsins.

„Það er greinilega verið að hakka fólk og sendingar sérstaklega. Nú eru margir að fá sendingar fyrir jólin. Þannig að verið varkár og ekki gefa upp pin-númerið ykkar“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -