Friðrik Ómar stjórnaði veislu í dragi þegar Margrét Eir og Jökull gengu í hjónaband
Hin frábæra og eldhressa söngkona, Margrét Eir Hönnudóttir, gekk að eiga unnusta sinn, Jökul Jörgensen hárskera í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Smekkfullt var af þekktu listafólki sem var viðstatt athöfnina og var mikið sungið í athöfninni, eins og gefur að skilja.
Tónlistarfólkið Selma Björnsdóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson létu sjá sig sem og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn, sem sá um hárgreiðslu brúðarinnar
Það var síðan gríðarlega mikið sungið og dansað í brúðkaupsveislunni og samdi til að mynda danshöfundurinn Birna Björnsdóttir dans fyrir brúðarmeyjarnar.
Kremið á kökunni var síðan að sjá tónlistarmanninn Friðrik Ómar sem veislustjóra sem var í dragi og vakti mikla kátínu.
Mannlíf óskar brúðhjónunum hjartanlega til hamingju.