Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Frú Ragnheiður ánægð með matargjafir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður fær reglulega matargjafir frá fólki og fyrirtækjum sem nýttar eru til handa umbjóðendum verkefnisins. „Einstaklingar hafa verið að koma með dýrindis mat úr veislum til okkar, eins og pönnukökur, flatkökur með hangikjöti, snittur og litla kökubita.“ segir í þakkarpóst frá verkefninu á Facebook til hinna gjafmildu aðila. Þá er að finna upplýsingar fyrir þá sem áhuga hafa á að aðstoða með matargjöfum.

Markmið Frú Raghneiðar er að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, þar á meðal heimilislausra og fólks með vímuefnavanda, og bjóða almenna heilsuvernd án fordóma eða kvaða og þá í nærumhverfi fólks. Verkefnið er hópur sjálfboðaliða sem skipta með sér vöktum og reka grunnþjónustu heilsuverndar á bíl sem keyrir um borgina.

Sjá einnig: Hvers vegna að viðhalda helvíti á jörðu?

„Jafnframt gaf Ísam heildsali okkur þrjú bretti af mat og drykkjum, við fengum hafragraut, súkkulaði- og kremkex, ólífur og ávaxtasafa frá þeim. Þessar vörur nýtast okkur afar vel og geta skjólstæðingar m.a. tekið þær með sér í poka,“ segir í færslu Frú Ragnheiðar.

Bent er á að hafi fólk áhuga á að gefa Frú Ragnheiði mat eða drykk er hægt að koma á skrifstofu Rauða krossins fyrir kl 16:00 eða milli 17:30-18:00. „Þá er vaktin í Frú Ragnheiði að undirbúa sig. Rauði krossinn er í Efstaleiti 9, 103 Rvk. Einnig er hægt að hafa samband við okkur á [email protected].“ segir á síðu verkefnisins.

Hér á myndinni eru sjálfboðaliðarnir Þórunn Sigríður félagsráðgjafi og Ásrún Þóra hjúkrunarfræðingur að raða mat í poka sem gefinn er þeim sem leita til Frú Ragnheiðar. Mynd: Rauð krossinn/Frú Ragnheiður

„Í Frú Ragnheiði er annars vegar starfrækt hjúkrunarmóttaka þar sem einstaklingar geta komið og fengið heilbrigðisaðstoð eins og aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu, saumatöku og almenna heilsufarsráðgjöf. Hins vegar er boðið upp á nálaskiptaþjónustu, þar sem einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, nálabox og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í nálaskiptaþjónustunni er einnig aðgengi að smokkum og skaðaminnkandi ráðgjöf um öruggari leiðir í sprautunotkun og smitleiðir á HIV og lifrarbólgu. Að auki eru hægt að skila notuðum nálaboxum í bílinn til förgunar. Frú Ragnheiður er í samstarfi við Landspítalann um förgun á nálaboxum,“ segir í verkefnalýsingu Rauða krossins. Þá kemur fram að eitt meginmarkmið verkefnisins er að draga úr sýkingum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda einstaklingum aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og öðrum sprautubúnaði og almennri fræðslu um skaðaminnkun. „Þannig er hægt með einföldum og ódýrum hætti að draga verulega úr líkum á því að einstaklingur þurfi í framtíðinni á kostnaðarsamri heilbrigðisþjónustu að halda, sem og auka lífsgæði hans miðað við aðstæður.“

Verkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 2009. Frú Ragnheiður er á ferðinni alla daga nema laugardaga frá 18.00 – 21.00. Frú Ragnheiður byggi á sjálfboðastarfi. Stærsti einstaki faghópur sjálfboðaliða eru hjúkrunarfræðingar en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumiklir einstaklingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -