Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Frumsýna nýtt „show“ á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst 7. nóvember og dagskráin er fjölbreytt. Íslenska hljómsveitin Hugar er ein þeirra fjölmörgu hljómsveita sem spila á hátíðinni en bandið samanstendur af þeim Bergi Þórissyni og Pétri Jónssyni.

Bergur og Pétur gáfu nýverið út nýtt lag og myndband. Spurðir út í það segir Bergur: „Nýja lagið okkar, Saga, er fyrsta lagið af komandi breiðskífu sem við munum gefa út í byrjun næsta árs hjá Sony í Bandaríkjunum. Með laginu gáfum við út myndband. Við erum virkilega spenntir fyrir framhaldinu en það munu koma út fleiri lög í vetur í aðdraganda plötunnar. Saga setur tóninn fyrir nýjan hljóðheim hjá okkur sem við erum búnir að leggja gífurlega vinnu í og getum ekki beðið eftir að leyfa fólki að heyra.“

Við erum virkilega spenntir fyrir framhaldinu en það munu koma út fleiri lög í vetur í aðdraganda plötunnar.

Hugar hafa undanfarið ferðast víða um heim og spilað. „Með tilkomu meiri dreifingamöguleika á netinu höfum við verið að ná mikilli útbreiðslu í hinum ýmsu löndum. Við finnum fyrir góðum viðtökum sérstaklega í A-Evrópu og S-Ameríku. Við höfum verið að spila töluvert erlendis í þeim tilgangi að stækka hlustendahópinn og ná inn fleiri svæðum. Aðallega á meginlandi Evrópu en á næsta ári færum við út kvíarnar,“ segir Pétur.

Þess má geta að Hugar spila á í Þjóðleikhúsinu á fimmtudeginum kl. 21:30. „Við komum til með að frumsýna nýtt „show“ á Íslandi sem við höfum verið að ferðast með um heiminn og fengið glimrandi viðtökur.“

Aðspurðir hvað þeir ætli svo sjálfir að sjá á Airwaves segja þeir: „Matthildi, Magnús Jóhann, Berndsen og Axel Flóvent til að nefna einhverja en auðvitað er alltaf það skemmtilegasta við Airwaves að uppgötva eitthvað nýtt og spennandi og þess vegna reynum við að halda skipulagningunni í lágmarki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -