Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu síðdegis í gær, annað í Hafnarfirði og hitt í Breiðholti. Svo segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en kemur þar einnig fram að lögreglan hafði afskipti af manni sem er grunaður um þjófnað úr verslun í hverfi 101. Viðkomandi var frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni.
Jafnframt var nokkuð um að lögreglan stöðvaði ökumenn sem voru á ferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Á níunda tímanum hafði lögreglan afskipti af manni sem er grunaður um þjófnað úr verslun í hverfi 101. Viðkomandi var frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni.