Laugardagur 28. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Fulltrúi lögreglustjóra er í stjórn Herjólfs – Rannsakar ekki mál skipstjórans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arndís Bára Ingimarsdóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum er í stjórn Herjólfs ohf. Lögreglan rannsakar nú brot skipstjóra Herjólfs en hann var staðinn að því að sigla skipinu án réttinda í 10 daga um jólin. Þá hafði hann skráð aðra sem skipstjóra í þeim ferðum sem hann sigldi. Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú málið.

Stjórn Herjólfs ohf. meur þa sem svo að málið sé grafalvarlegt en að skistjórinn fái þó annað tækifæri á að bæta ráð sitt. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu.

Mannlíf heyrði í Tryggva Ólafssyni, lögreglufulltrúa í Vestmannaeyjum og þann sem fer með rannsókn málsins og spurði hann hvort ekki væru um hagsmunaárekstur að ræða, að lögreglan í Vestmannaeyjum rannsaki mál fyrirtækis þar sem fulltrúi lögreglunnar situr í stjórn.

„Ég er ekki að rannsaka Herjólf sem slíkan, það er brot skipstjórans. Það er tvennt ólíkt,“ svaraði Tryggvi og bætti við að Arndís komi ekki neitt að rannsókninni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -