- Auglýsing -
Ríkissáttasemjari hefur boðað viðsemjendur í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar á samningafund klukkan fjögur í dag. RÚV greinir fyrst frá.
Í morgun krafðist Efling þess að samningafundur yrði haldinn strax í dag.
Í yfirlýsingu Eflingar sagði m.a.:„Efling vill með þessu reyna til þrautar að þokast nær samkomulagi í deilunni.“
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri boðaði Sólveigu Önnu á fund í vikunni. Hún sagðist tilbúin að hitta hann á fundi en setti tvö skilyrði, m.a. um að mæta honum í útvarps eða sjónvarpsviðtali.