Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann skotvopn, skothelt vesti og kylfu við leit í bifreið í gærkvöldi. Lögregla hafði stöðvað bílinn vegna gruns um að ökumaðurinn væri undir áhrifum vímuefna en átti atvikið sér stað í hverfi 105. Við leitina kom í ljós töluvert magn af vopnum en einn farþegi var í bílnum með ökumanni. Lögregla handtók bæði ökumann og farþega og vistaði í fangaklefa vegna málsins.
Virðist vopnaburður vera að færast í aukana á Íslandi en hefur verið fjallað um þróunina þar sem af er ári. Í febrúar sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri að fjölgun útkalla vegna skotvopna hafi aukist mikið. Fyrir nokkrum árum hafi útköllin verið um 50-65 á ári en í fyrra urðu þau 87 talsins.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, hefur einnig ítrekað að lögreglan þurfi víðtækari rannsóknarheimildir þegar kemur að meðferð skotvopna hér á landi.