- Auglýsing -
Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag í deilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins.
Fundurinn er fyrsti fundur þeirra í tvær vikur.
Fyrsta vinnustöðvun af fjórum var síðastliðinn föstudag þegar blaðamenn á vefmiðlum, ljósmyndarar og myndatökumenn lögðu niður störf frá klukkan 10 til 14. Næsta vinnustöðvun á vefmiðlum er boðuð næsta föstudag í átta klukkustundir frá klukkan 10 til 18 og sú þriðja er boðuð föstudaginn 22. nóvember í tólf tíma. Hafi samningar ekki náðst fyrir fimmtudaginn 28. nóvember munu blaðamenn á prentmiðlum leggja niður störf þann dag.