Klukkan fimm í morgunm gistu þrír fangageymslur lögreglunnar fyrir ýmsar sakir.
Í austurborginni voru ölvuð ungmenni til ama. Lögreglan var kölluð til og kom hún skikk á málin. Á sömu slóðum var hópur barna að gera sér það til gamans að sprengja flugelda. Slíkt er lögum samkvæmt harðbannað á þessum árstíma. Löggan kom og tók í taumana.
Furðulegt og reikult ferðalag báts um hafflötinn vakti athygli. Lögreglan var kölluð til. Við skoðun kom í ljós að áhöfnin virtist vera drukkin. Tveir voru handteknir grunaðir um að sigla bátnum undir áhrifum áfengis.