Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason kann að munda pennann og er með stálminni, líkt og þessi orð bera glögglega með sér.
„Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði eitt sinn eitthvað á þá leið að hefðbundin efnahagslögmál giltu ekki á Íslandi. Þetta vakti að vonum athygli.“

Egill fann í gær samsvörun við orð Steingríms heitins í orðum núverandi formanns Framsóknarflokksins – Sigurðar Inga Jóhannssonar – sem er einnig fjármála- og efnahagsráðherra.
Orðin Egils:

„Í gær sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og núverandi formaður Framsóknarflokksins, að há verðbólga væri í DNA okkar Íslendinga. Fyrir okkur sem munum dálítið langt aftur í pólitík er þetta tær steingrímska.“