Hatara-æði hefur gripið um sig og fyrirtækjaeigendur og starfsfólk markaðsdeilda grípa tækifærið.
Fyrirtækjaeigendur hafa margir hugsað sér gott til glóðarinnar í tilefni Hatara-æðis þjóðarinnar. Ótal auglýsingar ýmissa fyrirtækja hafa verið settar í Hatara-búning í aðdraganda Eurovision. Sem dæmi má nefna auglýsingar Freyju, Strætó og Húsasmiðjunnar.
En eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Adam & Eva tók þetta skrefinu lengra og setti upp sérstaka undirsíðu á vef sínum þar sem finna má hina ýmsu búninga sem líkjast þeim sem meðlimir Hatara klæðast. Undirsíðan heitir einfaldlega Hatari og þar er að finna búninga á bæði konur og karla.
Sjá einnig: Aðeins um 12% „BDSM-fólks“ í búningum