„Í yfirlýsingu lögmannsins er því haldið fram að ummæli sem við sendum frá okkur í nefndu opnu bréfi séu ósönn. Þegar lygar eru bornar upp á fólk opinberlega og það af manneskju sem í krafti stöðu sinnar og starfsheitis hlýtur að reikna með að orð hennar séu ekki metin léttvæg og innantóm, verður að krefjast þess að áburðurinn sé rökstuddur. Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella.“
Þetta skrifar Margrét Eymundardóttir fyrrum leikskólastjóri Sælukots í aðsendri grein í dag. Þar svarar hún Lilju Margréti Olsen lögmanni Sælukots en birtist pistill frá Lilju á Vísi þann 1.desember síðastliðinn.
Margrét rekur pistil lögmannsins í svari sínu og leiðréttir þar rangfærslur sem komu fram. Grein Margrétar má lesa í heild sinni hér en ber hann nafnið Sannleikurinn um Sælukot.