Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Fyrrum starfsmaður Varmárskóla segist hafa orðið vitni að því að börn hafi verið læst ein inni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á þriðjudagsmorgun var greint frá því í fjölmiðlum að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Kennari og þrír aðrir starfsmenn grunnskólans hafi verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar á barni, en barnið hafi að minnsta kosti í tvígang verið lokað eitt inni í skólanum.

Málið virðist ekki vera einsdæmi, því um miðjan október ræddi Fréttablaðið við foreldra barns, sem hafa kvartað til menntamálaráðuneytisins vegna svipaðs máls og mbl.is greindi einnig frá sambærilegu máli í lok október.

Árið 2019 barst fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar tvær ábendingar um svokallað Gula herbergið í Varmárskóla. Var það notað til að loka inni nemendur sem misstu stjórn á skapi sínu. Núverandi skólastjóri skólans, Jóna Benediktsdóttir, sem hóf störf í ágúst síðastliðnum segir í samtali við Vísi ekkert vita um málið. Hún segir jafnframt geta staðfest það að ekkert slíkt herbergi sé í Varmárskóla.

Vísir ræddi einnig við fyrrum starfsmann Varmárskóla sem segist hafa orðið vitni að því að börn hafi verið læst inni í gula herberginu í skólanum.
Herbergið sé lítið rými, eða kompa, sem einn filmaður gluggi sé á, svo ekki sjáist út. Starfsmaðurinn segist ítrekað hafa orðið vitni að því að börn hafi verið dregin inn í herbergið, oft með miklum látum og þau lokuð þar inni. Þá hafi starfsmaður staðið fyrir utan hurðina og haldið henni lokaðri.

Starfsmaðurinn segist sjá eftir því á hverjum degi að hafa ekki mótmælt því að börn væru sett í þetta herbergi eða látið vita af því, hann hafi brugðist börnunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -