Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Fyrrverandi eiginkonan og börnin sögð miður sín

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og unnusta hans Carrie Symonds eiga von á barni í sumar. Hin 31 árs Symonds greindi frá tíðindunum á Instagram og sagði í leiðinni frá því að þau hefðu trúlofað sig fyrir áramót.

Skilnaður hans við Marina Wheeler var enn ófrágengin þegar Johnson og Symonds trúlofuðu sig á síðasta ári. Wheeler er sögð miður sín yfir tíðindunum og sömuleiðis eru börn hans sögð eyðilögð yfir hegðun Johnson.

„Þetta hefur verið erfitt fyrir hana. Hún er í molum,“ er haft eftir vini Wheeler í frétt Mail Online. Wheeler er sögð sérstaklega ósátt vegna þess að Johnson virðist ekki hafa getað beðið með að trúlofa sig þar til skilnaður þeirra var formlega frágenginn.

Ekki er ljóst hversu mörg börn Johnsson á en í frétt Mail Online er greint frá því að börnin hans „fjögur“ séu ósátt við föður sinn. Hann er þó talinn eiga a.m.k. fimm börn með tveimur konum; fjögur með fyrrverandi eiginkonu sinni Wheeler og eitt með listráðgjafanum Helen Macintyre en Johnson hélt fram hjá Wheeler með Macintyre.

Symonds hefur búið með Johnson í Downingstræti 10 frá því hann tók við embætti í júlí sl. Hún mun vera fyrsti ógifti maki forsætisráðherra í sögu Bretlands. Þá verður Johnson fyrsti forsætisráðherrann til að ganga í hjónaband í embætti í 250 ár. Breskir miðlar spá því að Johnson og Symonds ætli að láta pússa sig saman við litla og látlausa athöfn við fyrsta tækifæri.

Sjá einnig: Boris á von á barni – en númer hvað?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -