Stéttarfélagið Blaðamannafélag Íslands (BÍ) hefur stefnt Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins fyrir félagsdóm vegna verkfallsbrota sem framin voru síðasta föstudag þegar verkfallsaðgerðir BÍ stóðu yfir. Önnur lota vinnustöðvunar BÍ stendur núna yfir.
Í stefnunni kemur fram að alls er um að ræða brot í yfir 20 liðum sem framin voru af níu einstaklingum.
Blaðamennirnir sem um ræðir eru Auðun Georg Ólafsson, Stefán Einar Stefánsson, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Baldur Arnarsson, Sonja Sif Þórólfsdóttir, Aron Þórður Albertsson, Þóra Kolbrá Sigurðardóttir, Ásgeir Ingvarsson og Lilja Ósk Sigurðardóttir.
Stefnuna má lesa í heild sinni hér.
Það vekur athygli að Stefán Einar Stefánsson er á listanum. Hann er félagsmaður í BÍ. Í stefnunni kemur fram að hann skrifaði frétt með fyrirsögninni Hægir á eignaaukningunni og birtir klukkan 11.00 á meðan á vinnustöðvun stóð.
Stefán Einar Stefánsson var formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins, um tveggja ára skeið, frá 2011 til 2013.
Uppfært klukkan 21.54:
Mannlífi hefur borist þær upplýsingar frá BÍ að lögmaður félagsins hafi gert ráðstafanir til þess að nöfn þeirra Guðrúnar Selmu Sigurjónsdóttir og Lilju Óskar Sigurðardóttir verði fjarlægð úr stefnu BÍ gegn Árvakri eftir að í ljós kom að tilbúnar fréttir þeirra voru birtar á vef mbl.is án þeirrar vitundar á meðan á vinnustöðvun stóð þann 8. nóvember.