Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Fyrrverandi handrukkari stígur fram: „Það kom fyrir að ég skaut menn ef þeir borguðu ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skammbyssur notuðu menn mest til að skjóta í áttina hver að öðrum, segir fyrrverandi handrukkari í samtali við Mannlíf.

Einstaklingur með fortíð úr undirheimum Reykjavíkur og vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við blaðamann Mannlífs að þegar hann starfaði sem handrukkari hafi hann alltaf verið með skammbyssu í hanskahólfinu. Hann segist ekki þekkja til þess hvort skotvopnaburður hafi aukist undanfarin ár í undirheimunum en á tímabili hafi skammbyssur verið mjög algengar.

„Það kom fyrir að ég skaut menn í lærið með saltskoti ef þeir borguðu ekki.“

„Maður notaði fyrst og fremst skammbyssuna til að ógna og svo veitti þetta manni eitthvað falskt öryggi. Með því á ég við að maður hefði aldrei notað skammbyssuna í öryggisskyni, ekki nema eitthvað virkilega mikið lægi við. Ég var sem betur fer ekki alveg það „farinn“ að ég notaði skammbyssuna á fólk,“ útskýrir maðurinn og bætir við að hann hafi einnig verið með afsagaða haglabyssu þegar hann rukkaði „erfiða“ einstaklinga.

„Ég notaði stundum saltskot en það var fyrst og fremst í afsagaða haglabyssu sem ég var með líka. Það kom fyrir að ég skaut menn í lærið með saltskoti ef þeir borguðu ekki, þá var maður búinn að fjarlægja öll höglin úr skotunum og fylla þau með grófu salti.“

Skammbyssur notuðu menn mest til að skjóta í áttina hver að öðrum, að sögn mannsins. Einnig mikið á bíla hjá fólki en þá úr slíkri fjarlægð að minni hætta var á mannskaða. „Við vorum fyrst og fremst með þetta til að skapa ógn.“

Sjá einnig: Tugir skammbyssna fluttar til landsins það sem af er ári

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -