Fyrrverandi matreiðslumaður bresku konungsfjölskyldunnar, Darren McGrady, tjáir sig á Twitter um ákvörðun Harrys og Meghan um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldinni. Hann segir að Díana, móðir Harrys, hefði orðið brjáluð vegna ákvörðunar sonar síns hefði hún verið á lífi.
Í færslum sínum heldur McGrady því fram að Harry hafi látið Meghan stjórna sér og að Díana hefði orðið bálreið hefði hún horft upp á það.
Þá fullyrðir hann að hjónabandið snúist bara um frægð af hálfu Meghan. „Meghan vildi aldrei verða meðlimur í konungsfjölskyldunni. Hún vildi bara verða fræg. Meghan er fræg! Þetta snýst allt um Meghan,“ skrifar McGrady í eina færsluna.
Þess má geta að McGrady vann fyrir bresku konungsfjölskylduna frá árinu 1982 til 1997. Twitter-færslur hans má sjá hérna fyrir neðan.
Even in her darkest hour Princess Diana respected The Queen. She would have been so mad with Harry right now.
— Darren McGrady (@DarrenMcGrady) January 9, 2020
People saying Princess Diana would be proud don't know Princess Diana. She would have been furious that Harry had been so manipulated #SadDay
— Darren McGrady (@DarrenMcGrady) January 8, 2020
Meghan never wanted to be Royal. Meghan wanted to be famous. Meghan is famous! It's all about Meghan! https://t.co/SNAij6yWz7
— Darren McGrady (@DarrenMcGrady) January 8, 2020