Frétt Mannlífs um að Davíð Baldursson, fráfarandi prestur á Eskifirði, neiti að afhenda nýjum prestum í sókninni lyklavöld í kirkjunni hefur vakið gríðarlega athygli. Uppgjafapresturinn heldur skrifstofu sinni í kirkjunni og nýju prestarnir fá ekki aðgengi og kúldrast í kompu með bókhald sitt, vinnutæki og veraldlegt stúss. Þess utan sækist gamli presturinn eftir því að vinna prestverk í sókninni sem fyrr og jarðar og skírir jöfnum höndum. Hann hefur nú verið klagaður til biskups. Málið er þó ekki einfalt fyrir Agnesi Sigurðardóttur biskup því Davíð var lengi tengdur henni fjölskylduböndum. Davíð nefnilega fyrrverandi mágur Agnesar, bróðir Hannesar Baldurssonar, sem er fyrrverandi eiginmaður Agnesar biskups. Það verður áhugavert að fylgjast með viðbrögðum og aðgerðum biskups vegna máls mágsins fyrrverandi …