Föstudagur 22. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Fyrrverandi samstarfsmaður Meghan Markle segir hana hafa hagað sér eins og prinsessu á tökustað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myndatökumaður sem vann með Meghan Markle þegar hún starfaði sem leikkona áður en hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna segir hana hafa verið „prinsessu“ og erfiða í samskiptum áður en hún giftist Harry Bretaprins.

Myndatökumaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir frá kynnum sínum og samstarfi við Meghan í viðtali við Mail Online. Hann segir kröfur hennar á tökustað hafa gert samstarfsfólki hennar lífið leitt þar sem hún vildi meðal annars skoða allt myndefni af sjálfri sér og stýra því hvað væri notað og hvað ekki.

Hann segir Meghan hafa sett strangar reglur og talað niður til fólks þannig að samstarfsfólk hennar hafi þurft að tipla á tánum í kringum hana. Hann lýsir henni sem dónalegri. „Hún var erfið og kröfuhörð,“ er haft eftir tökumanninum.

Að sögn tökumannsins var Meghan þá alltaf með aðstoðarmenn með sér á tökustað sem höfðu meðal annars það hlutverk að tryggja að fætur hennar væru aldrei inni í mynd.

Tökumaðurinn segir Meghan einnig hafa krafist þess að fá rándýrt kampavín við tökur á atriði þar sem karakter hennar sötraði á víni.

Sjá einnig: Ætla að loka alfarið á slúðurblöðin

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -