Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Fyrsta konan í Sports Illustrated sem vantar á útlim

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snjóbrettakonan Brenna Huckaby tók sér smá frí frá æfingum fyrir Vetrarólympíuleikana í PyeongChang og sat fyrir á síðum tímaritsins Sports Illustrated fyrir stuttu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær að sakir að Brenna er fyrsta konan sem misst hefur útlim sem hefur setið fyrir í tímaritinu.

Brenna var grein með osteosarcoma, sem er tegund af krabbameinsæxli í beini, árið 2010 og þurfti að taka af henni hægri fótlegginn. Í samtali við Cosmopolitan segir hún að þessi tími hafi verið afar erfiður en að hún hafi fljótlega ákveðið að umkringja sig jákvæðni.

Brenna situr fyrir í nýjasta hefti tímaritsins Sports Illustrated.

„Ég byrjaði að fara í ræktina og það byggði sjálfstraustið mitt upp hægt og bítandi, af því að ég gat gengið með hjálp gervifóts. Þetta hljómar ekki eins og mikið en ég reyndi að finna eitthvað sem ég hafði gaman að. Ég umkringdi mig fólki sem lét mér líða vel. Það var ekki auðvelt en manni verður að líða vel til að finna annað fólk sem lætur manni líða vel,“ segir Brenna.

Hún segir að viðbrögðin við myndunum í Sports Illustrated hafi verið mjög góð.

„Áður en ég fór í tökur hugsaði ég: Ég er að opna mig fyrir alls konar góðum hlutum en hugsanlega líka mikið af slæmum hlutum. Mig langaði að þetta yrði gert rétt. Mig langaði að vera fulltrúi kvenna með fötlun á réttan hátt.“

En hvaða ráð hefur hún til annarra kvenna með fötlun?

- Auglýsing -

„Þú ert afl. Reyndu að láta aflimunina stöðva líf þitt – þú bara getur það ekki. Ráð mitt væri að muna hver þú ert að innan og að líkami þinn er tól. Ekki vera hrædd við að ýta við þér sjálfri og koma þér út.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -