Föstudagur 1. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Fyrsta meiðyrðamál Veðurguðsins tekið fyrir: Sindri Þór krafinn um þrjár milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á föstudaginn verður tekin fyrir fyrsta meiðyrðamál tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, betur þekktur sem Ingó Veðurguð.

Málið er höfðað gegn Sindra Þór Hilmari-Sigríðarsyni og byggir á kröfubréfi sem þáverandi lögmaður Ingólfs sendi í júlí síðastliðnum. Núverandi lögmaður Ingólfs, Auður Björg Jónsdóttir, segir í samtali við Rúv að ekki hafi fleiri stefnur að svo stöddu verið þingfestar.

Ingólfur sendi kröfubréf á fimm einstaklinga þar sem þeir voru krafðir um afsökunarbeiðni og samtals fjórán milljónir vegna ummæla á netinu eða fréttaskrifum.

Voru einstaklingarnir sakaðir um að hafa látið falla ásakanir um refsiverða háttsemi „og þar með ærumeiðandi aðdróttanir, annaðhvort á samfélagsmiðlum eða í fréttum sem birtust í fjölmiðlum.“

Sjá einnig: Ingó Veðurguð fengið nóg og ætlar að kæra vegna fjölda ásakana um kynferðisofbeldi

Var Sindri Þór krafinn um þrjár milljónir fyrir ummæli sem hann skrifaði í athugasemdakerfi en hann birti mynd af kröfubréfinu á Facebook síðu sinni og sagðist ekki muna borga krónu með gati til Ingólfs. Ennfremur sagðist hann standa heilshugar við ummæli sín og að hann væri ævinlega stoltur af því að hafa tekið þátt í baráttunni.

- Auglýsing -

Þær sem fengu einnig kröfubréf vegna ummæla sinna um tónlistarmanninn voru Edda Falak, Ólöf Tara Harðardóttir, Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV. Lýstu þær allar því yfir að þær myndu hvorki greiða Ingólfi bætur né biðja hann afsökunar.

Sjá einnig: Þetta eru viðbrögð þeirra sem Ingó kærði: „Vaknaði bara við að Ingó veðurguð er búinn að kæra mig“

Frumkvöðullinn Haraldur Þorleifsson bauðst til þess á Twitter reikningi sínum að greiða allan lögfræðikostnað sem og miskabætur sem hlytust af málinu.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -