Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Fyrsta messa Notre Dame eftir eldsvoðann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Messa verður haldin í Frúarkirkjunni í París, Notre Dame, næstkomandi laugardag. Tveir mánuðir eru liðnir síðan kirkjan stórskemmdist í eldsvoða. Þetta er í fyrsta sinn sem hún verður tekin í notkun eftir brunann.

„Það er mikilvægt að halda messuna til að sýna að dómkirkjan er ennþá lifandi og opin kirkja,“ sagði Monsignor Patrick Chauvet, yfirklerkur Notre Dame, í viðtali við La Croix. „Þetta er táknræn dagsetning.” Tilefnið er vígsludagur altarisins, sem er 16. Júní. Messan fer fram deginum fyrr til þess að minnast eldsvoðans sem átti sér stað 15. apríl.

Messan fer fram í lítill hliðarkapellu þar sem meint þyrnikóróna Krists er varðveitt. Fyrir brunann voru hundruði presta viðstaddir vígsluna. Öryggisástæður gera það að verkum að einungis örfáir útvaldir verða viðstaddir athöfnina. Þá er reiknað með um tuttugu manns en messunni verður líklega streymt á netinu.

Eins og áður segir kviknaði eldur í Notre dame 15. apríl síðast liðinn. Slökkvilið Parísar stóð í ströngu við að slökkva eldana. Þeim tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar, þar á meðal tveimur turnum hennar og ýmsum merkum munum úr kirkjunni. Þak Notre Dame hrundi aftur á móti. Emmanuel Macron, forseti Frakklands hét því að Notre Dame kirkjan í París verði endurreist. Macron kallaði eftir aðstoð hæfleikaríkasta fólks við endurreisn kirkjunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -