Mánudagur 6. janúar, 2025
-6.5 C
Reykjavik

Fyrsta skemmtiferðaskipið í tvö ár mætt – „Það er því mikil gleði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er fyrsta skemmtiferðaskipið í tvö ár, síðast var skip í september 2019. Það er því mikil gleði að skipin séu farin að koma aftur,“ segir Sheng Ing Wang, hafnsögumaður á Ísafirði.
Hún segir að búast megi við 50-60 skipum í sumar sem er bylting frá síðasta sumri þegar ekkert skip kom.
Le dumont d‘urville er franskt lúxusskip sem er að koma til Ísafjarðar í fyrsta skipti. Í tilefni þess færði Sheng Ing Wang skipstjóra skipsins heiðursskjöld hafnarinnar.

Á Ísafirði var hið fegursta veður og nutu farþegar skipsins vel að ganga um bæinn og fara í skoðunarferðir, einkum í Dynjandisvog að sjá hinn tilkomumikla fannhvíta Fjallfoss hvar hann fellur freyðandi fram af fjallinu ofan við voginn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -