- Auglýsing -
Fyrsta smit COVID-19 kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum greindist í dag, um er að ræða lögreglumann.
Í tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum segir að aðgerðarstjórn almannavarna hafi verið virkjuð í Vestmannaeyjum. Einstaklingum í sóttkví þar hafi fjölgað og eru nú 18 og búist við að þeim muni fjölga.
Lögreglumaðurinn smitaðist ekki við störf sín svo vitað sé, en smitrakning er í gangi af hálfu rakningarteymis almannavarna.