Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Fyrsti sólarhringurinnn var helvíti: Fannst ég vera með dúkkuhendur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fyrsti sólarhringurinn var í helvíti og þá fannst mér þetta vera einhverjar dúkkuhendur sem væru engan veginn tengdar mér. Ég var allur pakkaður og svo voru þessar dúkkuhendur allar þrútnar og einhvern veginn plastáferð á þeim. Ég var ekkert brjálæðislega hrifinn af þeim. Svo sá maður hár á þeim sem maður kannaðist ekkert við,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í viðtali við Mannlíf um aðgerðina sem hann gekkst undir þegar hendur voru græddar á hann í Frakklandi.

Hann sagði að tveimur dögum eftir aðgerðina hefði bjúgurinn verið orðinn lítill og húðlitur handleggjanna eðlilegur.

„Það furðulega er að mér finnst hendurnar vera svolítið líkar gömlu höndunum mínum. Ég er búinn að snerta á mér kinnarnar og bringuna og finna hitann; þær eru sjóðandi heitar. Ég á eftir að verða góður vinur þeirra og hugsa vel um þær. Mér líður mjög vel með þær.“

Ítarlegt viðtal Svövu Jónsdóttur við Guðmund Felix er á mannlif.is.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -