Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Fyrstu farþegarnir að losna úr sóttkví

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópi farþega Diamond Princess skemmtiferðaskipsins hefur verið hleypt frá borði eftir að 3700 manns, áhöfn og farþegar, hefur verið haldið í sóttkví í skipinu frá 3. febrúar við strendur Japan.

Staðfest smit í skipinu eru að minnsta kosti 542. Smitaðir hafa þá verið fluttir á spítala á meðan sýni hafa verið tekin úr öðrum farþegum skipsins. Byrjað er að hleypa þeim farþegum út sem reyndust ekki smitaðir af COVID-19 kórónaveirunni.

Nú hafa um 500 manns forðað sér frá borði og fjölmiðlar hafa fylgst náið með fólki streyma út úr skipinu og koma sér í rútur eða leigubíla á höfninni í Yokohama í Japan.

Heilbrigðisyfirvöld í Japan segja að fólkið sem um ræðir fái nú að fara heim en að þau verði áfram undir eftirliti og haft verði samband við alla farþega innan nokkurra daga til að kanna líðan þess.

Farþegar skipsins koma frá rúmlega 50 löndum.

Fjölmiðlafólk freistaði þess að fá viðtal við farþega Diamond Princess þegar þeir losnuðu úr sóttkví í dag. Mynd / EPA

Sjá einnig: Ástandið um borð í Diamond Princess – Óvissa ríkir og farþegar að „klikkast“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -