Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Fyrstu risaþoturnar farnar í brotajárn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þótt ekki séu liðin nema 12 ár síðan fyrsta Airbus A380 risaþotan kom á markað þá er strax farið að glitta í endanlokin hjá þessari stærstu farþegaþotu heims. Niðurrif er hafið á tveimur slíkum vélum á Tarbes Lourdes flugvelinum í Frakklandi.

 

A380 er uppáhald margra flugvélaáhugamanna enda fátt jafn tignarlegt og sjá þessa tvæggja hæða risaþotu hefja sig til flugs. Frá því fyrsta vélin var afhent Singapore Airlines hefur Airbus smíðað 235 þotur af þessari tegund og alls verða þær 290. Þær munu ekki verða fleiri því Airbus hefur tilkynnt að framleiðslu A380 verði hætt árið 2021.

Ólíkt mörgum öðrum flugvélategundum ætlar þessi ljúfi risi ekki að verða langlífur því í vikunni hófst niðurrif á tveimur fyrstu þotunum sem teknar voru í notkun. Óvenjulegt er að flugvélar séu sendar í niðurrif eftir svo skamman líftíma en í þessum bransa ræðst framtíð flugvélanna af framboði og eftirspurn. Flugfélög sjá sér einfaldlega ekki hag í að reka A380 sem þykir dýr í rekstri þrátt fyrir að taka rúmlega 500 farþega.

Þoturnar eru í eigu leigufélagsins Dr. Peters og eftir að leigusamningurinn við Singapore Airlines rann út leituðu forsvarsmenn þýska félagsins logandi ljósi að nýjum flugrekstraraðilum. Eftirspurnin var hins vegar engin og í stað þess að láta þoturnar safna ryki var ákveðið að setja þær í brotajárn.

Vélarnar voru málaðar hvítar og þeim flogið til Tarbes Lourdes þar sem vélarnar voru teknar ásamt öllum öðrum nothæfum búnaði sem síðan verður seldur í varahluti. Dr. Peters áætlar að um 80 milljónir dollara fáist fyrir varahlutina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -