Tónlistarkonan PJ Harvey er búin að setja íbúð sína í Vestur-Hollywood í Kaliforníu á sölu. Íbúðin er búin einu svefnherbergi og einu baðherbergi og er rétt rúmlega hundrað fermetrar.

Tæplega þrjár milljónir dollara, eða rúmlega þrjú hundruð milljónir króna, eru settar á íbúðina. PJ keypti hana hins vegar á 649 þúsund dollara, tæplega sjötíu milljónir króna, árið 2003.

Innréttingar í íbúðinni eru látlausar en útsýnið úr henni er algjörlega dásamlegt. Íbúðin er í byggingunni Sierra Towers, en byggingin hefur verið vinsæl með stjarnanna, til að mynda Cher, Elton John og Joan Collins. Meðal stjarna sem eiga íbúðir í byggingunni núna eru Sandra Bullock, Courteney Cox, Adam Sandler og Kelly Osbourne.

PJ Harvey er hvað þekktust sem tónlistarkona, en er einnig skáld og myndhöggvari. Hún hefur verið tilnefnd sjö sinnum til Grammy-verðlauna á ferlinum, fyrst árið 1996 og síðast í fyrra fyrir níundu plötu sína, The Hope Six Demolition Project.
