Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Gaf ástinni sinni bláa kjólinn úr Notebook

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við elskuðum hvort annað af öllum hug; tvær fullkomlega ófullkomnar manneskjur, sem áttu dásamlega fjölskyldu og ólu upp yndislegu og frábæru stelpurnar okkar.“

Þetta sagði Vanessa Bryant á mánudag, við minningarathöfn um eiginmann sinn Kobe og dóttur þeirra Giönnu, sem létust í þyrluslysi á dögunum.

Meðal þeirra sem komu fram við minningarathöfnina voru tónlistarkonan Beyonce, sem jafnframt sat hjá Vanessu og hughreysti hana, og körfuknattleikshetjan Michael Jordan.

„Þegar Kobe dó, dó hluti af mér,“ sagði hann meðal annars um manninn sem hann kallaði „litla bróður.“

Vanessa lýsti eiginmanni sínum sem rómatískum og sagði meðal annars frá því að hann hefði gefið henni bláa kjólinn sem leikkonan Rachel McAdams klæddist í frægu atriði í stórmyndinni The Notebook.

- Auglýsing -

„Þegar ég spurði hann hvers vegna hann valdi bláa kjólinn þá sagði hann ástæðuna að hann hefði komið fyrir í atriðinu þar sem Allie kemur aftur til Noah,“ sagði Vanessa. „Við höfðum vonast til að eldast saman eins og þau gerðu í bíómyndinni. Ástarsaga okkar var sannarlega stórkostleg.“

Vanessa sagði Kobe hafa verið sálufélaga sinn.

„Ég vil að dætur mínir viti hversu stórkostlegur einstaklingur, eiginmaður og faðir hann var.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -