Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Gagnrýna Eddu Falak fyrir að dæma „gamla karla“ úr leik

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það má ekki afgreiða einstaklinga eftir aldri, lit eða kyni,“ segir Mörður Árnason, fyrrverandi varaformaður Jafnréttisráðs, í samtali við Mannlíf. Mörður var spurður út í pistil Guðmunds Oddsonar fyrrum skólastjóra sem birtist í Morgunblaðinu í gærmorgun. Guðmundur fordæmdi þar öfgasjónarmið  og nefndi sérstaklega málflutning Eddu Falak í Kasljósi.

Í viðtali við DV kveðst Edda ekki taka ummæli Guðmundar inn á sig
„Ég tek þessu ekki persónulega,‘‘ sagði Edda en lýsir svo viðhorfi sínu til eldri manna. ,,Mér finnst mjög sorglegt að þetta sé birt, þetta er mjög skaðlegt. En ég er ekki að fara að láta einhvern gamlan kall hafa áhrif á mig.“

Ofbeldis og kynferðisbrotamál hafa verið gríðarlega áberandi í umræðunni síðustu daga en er á mörgum málum að snerta. Helst hefur verið fjallað um mál Þórhildar Gyðu, en sagði hún frá ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2017. Útfrá því hafa sprottið hin ýmsu mál og konur stigið fram og sagt sína sögu. Fjölmargar greinar hafa þá verið skrifaðar, þar sem einstaklingar koma skoðunum og afstöðu sinni á framfæri.

Mörður taldi mikinn mun vera á milli kynslóða þegar kæmi að þessum málum sem snúa að kynferðisbrotum eða áreyti. Þeir sem eldri væru hafi verið alin upp á öðrum tímum þar sem mál af þessum toga hafi ekki endilega verið tilkynnt eða gert mikið í. Hann bætti við að yngra fólk dag vildi frekar horfast í augu við þessi mál og kvaðst frekar vilja taka mark á yngra fólki þegar kæmi að málum sem þessum.

„Þessi mál eru öll erfið,“sagði Mörður. Hann sagðist halda að það væri nokkuð ljóst að samfélagið þyrfti betri lausn. Málin þyrftu annan farveg innan réttarkerfisins sem myndi þar af leiðandi kalla á viðeigandi breytingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -