Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Gagnrýnandi gefur tónleikum Bjarkar tvær stjörnur og segir miðaverðið klikkað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur sem hún flutti í O2-höllinni í Lundúnum í fyrr í vikunni, hafa fengið afar góða dóma. Neil McCormick, tónlistargagnrýnandi hjá The Telegraph, var þó ekki hrifinn og gefur tónleikunum tvær stjörnur af fimm í dómi sínum. Tónleikarnir eru hluti af Cornucopia-tónleikaröðinni.

Í dómi sínum segist hann yfirleitt vera hrifinn af Björk og frumleika hennar. McCormick er þó þeirrar skoðunar að tónleikar Bjarkar hafi ekki notið sín vel í O2-tónleikahöllinni og að söngkonan hafi týnst á sviðinu.

Hann tekur fram að Björk hafi áður flutt tónleikana í menningarhúsinu The Shed í New York sem er mun minni tónleikastaður heldur en O2-höllin. Hann gagnrýnir að engar breytingar hafi verið gerðar á verkinu áður en það var sett upp á um 16 sinnum stærri tónleikastað. Þess má geta að O2-höllin rúmar 20.000 manns.

Að hans mati gleypti tónleikastaðurinn Björk. Í dómi sínum tekur McCormick fram að hann hafi setið aftarlega í salnum og hafi átt erfitt með að ná utan um það sem var að gerast á sviðinu.

Það klikkaðasta við allt saman að mati McCormick er miðaverðið en tónleikagestir greiddu 104 pund fyrir standandi pláss. Það gerir um 17.000 krónur miðað við núverandi gengi.

McCormick segir tónleikana ekki hafa staðist væntingar sínar og hann saknaði þess að heyra fleiri eldri og frægari lög Bjarkar.

- Auglýsing -

„Hreinskilnislega sagt þá hefði ég getað fengið sömu upplifun fyrir mun minni peninga heima hjá mér hefði ég starað á einhvern flottan skjávara (e. screensaver) og hlustað á sjálfan mig anda yfir flaututónlist,“ skrifar hann í lok dómsins.

Dóm McCormick er að finna á vef The Telegraph.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -