Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Gagnrýnandi rústaði listaverki sem metið var á 2,5 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myndlistagagnrýnandinn Avelina Lésper skemmdi listaverk á listahátíðinni Zona Maco í Mexíkó um helgina. Verkið sem Lésper eyðilagði er metið á 2,5 milljónir króna.

Verkið samanstóð af nokkrum manngerðum hlutum, svo sem fótbolta og tennisbolta, sem hafði verið stillt upp á móti hlutum út náttúrunni, t.d. fjöður og grjóti. Hlutirnir héngu sitthvoru megin við glerplötu. Verkið var eftir listamanninn Gabriel Rico.

Glerið í verkinu splundraðist þegar Lésper stillti tómri gosdós upp við verkið.

Lésper sagði sienna að hún hafi ætlað að stilla dósinni upp við verkið til að tjá álit sitt á verkinu sem fékk falleinkunn hjá henni. Hún sagði ætlunina þó ekki hafa verið að skemma verkið.

„Það var eins og verkið hefði skynjað skoðun mína,” sagði hún. „Verkið splundraðist og féll í gólfið.”

Umsjónarmenn sýningarinnar þar sem verk Rico var sýnt sendi frá sér tilkynningu og gagnrýndu hegðun Lésper og sögðu hana ófaglega.

- Auglýsing -

Lésper hefur boðist til að greiða fyrir viðgerð á verkinu en í frétt The Guardian kemur fram að ekki sé búið að ákveða næstu skref.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -