Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Gagnrýni Kolbrúnar á sniðgöngu og nafnbirtingar: „Öfgar – hann gæti allt eins kallað sig Ofstæki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hversu stjórnlaus umræðan er orðin þegar hægt er að benda á hvern sem er og saka hann um alls konar hluti og dæma viðkomandi sekan vegna orðróms, með tilheyrandi ærumissi og jafnvel atvinnumissi. Viljum við lifa í slíku sakbendingarþjóðfélagi? Stærstur hluti þjóðarinnar vill það örugglega ekki og veit mætavel að stjórnlaus refsigleði er ekki einkenni á siðuðu samfélagi.“

Þetta skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. Þá segir hún að Metoo-byltingin hafi verið þörf en nú séu eftirköst hennar orðin alvarleg eins og þekkist vel. Þá nefnir Kolbrún hópa sem hún segir samanstanda af bæði æstu og refsiglöðu fólki, þá aðallega konum.

„Það er til marks um jafnvægisleysi þessa fólks að einn hópurinn kallar sig Öfgar – hann gæti allt eins kallað sig Ofstæki. Þetta fólk vill að þeim karlmönnum, sem það telur hafa brotið af sér gagnvart konum, sé gert að búa við eilífa útskúfun. Þá skiptir engu þótt viðkomandi hafi verið sýknaður fyrir dómstólum eða að mál viðkomandi hafi aldrei farið fyrir dómstóla. Orðrómur nægir til að hópurinn stígi fram með ásakanir og kveði upp sinn miskunnarlausa dóm. Og hver sem leyfir sér að andmæla þeim vinnubrögðum er talinn vera sorp í augum dómstóls götunnar, stimplaður sem andstyggilegur talsmaður ofbeldismenningar og sagður þjást af alvarlegri gerendameðvirkni.“

Þá gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir að taka þátt í æsingnum og bendir á að þeir mættu gæta hófs frekar en að taka þátt. Það kemur Kolbrúnu ekki á óvart að fólk þori ekki að hafa hátt sé það sammála.

„Því miður vilja ekki nógu margir segja þessi orð opinberlega af ótta við að vera úthrópaðir og fá á sig þann stimpil að styðja ofbeldismenn. Skipta óp æsingafólksins virkilega svo miklu máli að rétt sé að skrúfa fyrir skoðun sína og sannfæringu af ótta við viðbrögð hópsins? Nei,“ skrifar Kolbrún að lokum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -