Laugardagur 28. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Gagnrýnir fræga fólkið fyrir að væla yfir heimaverunni á meðan heilbrigðisstarfsfólk hættir lífi sínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breski grínistinn Ricky Gervais gagnrýnir fræga og ríka fólkið sem býr í risastórum glæsihúsum fyrir að væla yfir að þurfa að halda sig heima vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Gervais nýtti tækifærið í viðtali við The Sun til að gagnrýna það fólk sem hefur tjáð sig um hversu erfitt sé að halda sig heima í glæsilegum einbýlishúsum sínum á meðan faraldurinn gengur yfir.

Í viðtalinu hrósaði hann heilbrigðisstarfsfólki fyrir vel unnin störf. Hann sagði það fólk vera sannkallaðar hetjur. Hann talaði um mikilvægi heilbrigðisfólks og þá staðreynd að það leggur líf sitt og heilsu að veði til að hjálpa öðrum.

„Svo sé einhvern kvarta undan því að vera heima í glæsihúsi með sundlaug. Og veistu, í hreinskilni sagt, þá nenni ég ekki að hlusta á þetta.“

Hann grínaðist svo með að það væri ekkert mál fyrir hann að halda sig heima vegna þess að hann færi hvort sem er varla út fyrir hússins dyr vanalega.

Söngvarinn Sam Smith er einn þeirra sem hefur tjáð sig um hversu erfitt sé að halda sig heima vegna heimsfaraldursins. Hann brotnaði saman og grét í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Breskir miðlar hafa í kjölfarið fjallað um húsið hans sem er metið á 12 milljónir punda sem gerir um 2,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi.

- Auglýsing -

Kokkurinn Gordon Ramsay hefur einnig verið gagnrýndur eftir að hafa tjáð sig um að það sé krefjandi að halda sig heima vegna ástandsins. Sömuleiðis Ellen DeGeneres sem líkti heimaverunni við afplánun fangelsisdóms.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -