Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Galdrastígur Guðjóns á Ströndum: Flottasti göngustígur landsins MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn allra flottasti göngustígur á Íslandi er um það bil að verða tilbúinn í Trékyllisvík á Ströndum. Stígurinn liggur frá þjóðveginum og að Kistuvogi sem er þekktur fyrir að þar fóru fram aftökur á mönnum sem bendlaðir hafa verið við galdra.

Guðjón Kristinsson, skrúðgarðyrkjumeistari í Stóru-Ávík, hefur borið hitann og þungann af gerð stígsins sem er eingöngu gerður úr náttúrulegum efnum. Guðjón hefur þó ekki aðeins lagt stíginn með sínu fólki því hann hefur komið fyrir allskonar listilega útskornum verum við stíginn. Þetta eru meðal annars tilvísanir í galdra. Guðjón hefur notað rekavið sem hráefni í listasmíð sína.

Í Kistuvogi voru menn brenndir fyrir galdra á 17 öld. Vogurinn hefur verið vinsæll áningarstaður ferðafólks sem gjarnan hefur langt leið sína að þessum örlagastað. Mörgum hefur reynst snúið að finna staðinn en með galdrastíg Guðjóns hefur verið unnin bót á því. Leiðin frá þjóðveginum að Kistivogi er greið og útskornar verur Guðjóns vekja aðdáun þeirra sem rölta niður að Kistu. Innan við kílómetersganga er að voginum og á flestra færi að ganga þá leið.

Einn skúlptúranna við Galdrastíg.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -