Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

„Gaman að ganga á fjöll“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þuríður Sigurðardóttir steig á svið í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gærkvöldi og mun endurtaka leikinn í kvöld þar sem hún fagnar stórafmælum í lífi og söng. Þuríður sem nú er sjötug varð landsþekkt söngkona sextán ára gömul þegar hún söng með einni vinsælustu hljómsveit landsins, Lúdó sextett.

Síðan þá hefur hún komið fram með ýmsum hljómsveitum, við allskonar tilefni, sungið inn á fjöldamargar hljómplötur og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Að auki hefur hún starfað sem flugfreyja, útvarpskona, unnið í verslun, verið í auglýsingabransanum og þula í sjónvarpi allra landsmanna. Rúmlega fimmtug útskrifaðist hún með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands og haslaði sér völl sem listmálari og hefur haldið fjölda málverkasýninga auk þess að kenna myndlist.

Þuríður á margar eftirminnilegar og góðar minningar frá ferlinum sem hún getur ekki gert upp á milli en segir okkur hér frá einni.

„Fyrsta kvöldið sem ég söng með Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar á Hótel Sögu árið 1975 var löng röð gesta fyrir utan innganginn og þegar ég loks komst að útihurðinni stóð þar dyravörður, mikill að vexti  og spurði hvað ég vildi. Ég stóð þarna á síðum, flegnum kjól á hælaháum skóm og sagði: „Tja, ég er nú bara að mæta til vinnu.“ Hann mældi mig þá út frá toppi til táar og svaraði: „Jæja, og hvað þykist þú starfa hér á hótelinu?““ segir hún hlæjandi.

Hún segir að sá meðbyr sem hún hefur fundið og sá áhugi sem fólk hefur sýnt tónleikunum sé með ólíkindum. „Og fyrir mig, myndlistarmanninn, sem vinnur yfirleitt einn er hann eins og vítamínssprauta. Ég held ég geti líkt því við að standa á fjallstindi eftir góða göngu, sem hægt er að líkja við aðdragandann. Svo er það bara spurningin um hvernig manni líður á tindinum og hvort leiðin niður verði torveld. Mér finnst gaman að ganga á fjöll.“

Á tónleikunum fer hún í gegnum söngferilinn frá fyrstu tíð til þessa dags og dregur fram ótalmargar perlur sem hafa fylgt henni í gegnum tíðina. Með henni eru hljóðfæraleikararnir Pálmi Sigurhjartarson, Benedikt Brynleifsson, Gunnar Hrafnsson, Grímur Sigurðsson og Hjörleifur Valsson ásamt gestasöngvaranum Sigurði Helga Pálmasyni sem er sonur Þuríðar.

Myndir / Ragnheiður Arngrímsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -