Mánudagur 25. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Garðar miðill er látinn: „Efast um að landamæri lífs og dauða muni standa mikið í vegi fyrir þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Garðar Jónsson er látinn eftir snarpa baráttu við krabbamein. Hann var einungis 55 ára gamall. Hann var meðal þekkutust miðla Íslands í seinni tíð. Garðar starfaði einnig við ýmis önnur störf svo sjómennsku, smíðar og öryggismál. Hann var rekstrarstjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum og síðustu árin öryggisstjóri flugskýlis hjá Icelandair í Keflavík. Garðar verður borinn til grafar í Akraneskirkju síðar í dag og því minnast hans margir í Morgunblaðinu.

Sigurður Bjarnason, vinur hans, efast ekki um að hitta hann aftur í Sumarlandinu en þangað til muni hann sakna hans mikið. „Hann var stór persónuleiki og ætlaði sér stóra hluti í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Og hann gerði það. Það sem hann framkvæmdi og áorkaði í andlegum málum á Íslandi voru ekki fótspor neins meðalmanns. Og eins og ég trúi öllu því sem hann leiðbeindi og fræddi mig og svo ótalmarga aðra um andleg mál, þá trúi ég því líka að maður eins og Garðar Jónsson fái ekki að sitja lengi verkefnalaus í Sumarlandinu,“ segir Sigurður og bætir við að lokum:

„Satt að segja vonast ég til að hitta þig sem fyrst aftur Garðar minn, því ég efast um að landamæri lífs og dauða muni standa mikið í vegi fyrir þér. Vertu sæll í bili vinur minn, og ég vona að framhaldslífið taki þig blíðari tökum en lífið gerði,“ skrifar Sigurður.

Vinafólk hans, Sigríður og Ásmundur í Arkarlæk, rifja upp í minningargrein hvernig hann hóf ferilinn sem miðill. „Kynni okkar Garðars miðils og samstarf hófst fyrir um þrjátíu árum. Það byrjaði með því að sest var saman í hring með góðu og traustu fólki sem hafði það að markmiði að þjálfa ungan upprennandi miðil, sem óx og þroskaðist eftir því sem árin liðu. Eftir margra ára þjálfun í hring var farið af stað út fyrir þægindarammann og tekist á við verkefnið. […] Þetta þróaðist allt með mikilli vinnu, reynslunni og árunum. Þeir eru óteljandi transfundirnir sem haldnir hafa verið til að leiðbeina, hugga og hjálpa fólki,“ segja þau.

Sigríður og Ásmundur segja að hann hafi verið einna sterkastur í læknamiðlun. „Læknamiðlunin var einn af sterkum þáttum í starfi hans og ófáar beiðnir og fyrirbænir sem voru sendar og beðið um hjálp sem var alltaf sjálfsagt mál að liðsinna um eins og hægt var. […] Var sú samvinna og umhyggja kærleiksrík og góð, sem skilaði sér til nemendanna. Þessi tækni hefur rutt sér til rúms vegna þess hversu beinskeytt hún er til hjálpar fólki.“

Norðmaður nokkur, Wayne Faaland, virðist meðal þeirra sem Garðar hjálpaði. Hann skrifar: „Ég hafði miklu ánægju af því að vinna með og kynnast Garðari. Hann var mjög trúr, áhugasamur og skapandi persóna. Hann hjálpaði mér gífurlega við að innleiða og þróa EBS-hugsun (endurbóta- og krítíska hugsun) í verksmiðjunni á Grundartanga og fékk aðra til að hugsa um hvernig hægt væri að betrumbæta þáverandi ástand. Ég hugsa með hlýju til Garðars og hef ávallt álitið hann mjög góðan vin. Megi hann hvíla í friði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -