Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Garðar Örn er Rauði baróninn: „Þetta er algjör skítaheimur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Garðar Örn Hinriksson er afmælisbarn dagsins og fagnar 49 árum.
Garðar er einn þekktasti knattspyrnudómari okkar íslendinga en lagði hann flautuna á hilluna árið 2016.

Var hann þekktur sem Rauði baróninn en þótti hann sýna rauða spjaldið ansi oft í leikjum.  Þá fór rauða spjaldið á loft alls sex sinnum er hann dæmdi í leik Dalvíkur og Gróttu árið 1996. Í fyrra tjáði Garðar sig um hvernig það hafi verið að dæma í efstu deild hér á landi:

„Þetta var eitthvað sem ég stefndi að lengi. Þetta var draumurinn. Hann fjaraði þó hægt og rólega út því þetta er algjör skítaheimur. Þetta snýst ekkert um hvernig þú stendur þig innan vallar. Að stærstum hluta snýst þetta um hvernig þú ert utan vallar. Ef þú ert ekki að strjúka hinum og þessum að þá er það bara „go fuck yourself“.

Garðar vinnur nú að útgáfu bókar þar sem hann fer yfir ferilinn.

„Í bókinni fer ég yfir feril minn sem knattspyrnudómarinn Rauði baróninn sem stóð yfir í um 30 ár. Upphafið, endirinn, fyrirmyndir, hótanir, slagsmál, raðspjöld, mistök, sviðsljósið, óheiðarlegir blaðamenn, samkynhneigðir knattspyrnumenn, kókaínpartý, hríðskotabyssur, KSÍ og fleira,“ skrifar Garðar í lýsingu á bók sinni en verður spennandi að sjá útkomuna.

Við óskum Garðari Erni Hinrikssyni hjartanlega til hamingju með daginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -