Einstaklingur óskar eftir aðstoð lögreglu en honum hafði verið hent út af bar sökum ölvunar. Sá fulli var ósáttur með að hafa ekki fengið að leysa út vinning sinn í spilakassanum áður en honum var vísað út.
Ökumaður var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Sá var látinn laus eftir að blóð hafði verið dregið úr honum.
Tilkynnt um tvö umferðarslys í austurborginni. Bæði reyndust vera minniháttar árekstrar.
Gaskútaþjórar voru iðnir við kolann í gærkvöld. Húsráðandi varð var við tvo slíka menn á svölum sínum þar sem þeir reyndu að lisa gaskút frá grillinu. Hann kallaði til lögreglu sem mætti á staðinn. Skúrkarnir voru þá horfnir sporlaust út vetramyrkrið en héldu áfram iðju sinni því lögregla fékk aðra beiðni. Seinna um kvöldið var tilkynnt um sömu aðila vera stela gaskút á öðrum stað. Aðilarnir fundust ekki.
Ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði. Ökumaðurinn reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum sínum og var málið leyst á vettvangi.
Slagsmál áttu sér stað í verslun í Hafnarfirði. Lögreglan mætti á svæðið og stillti til friðar. Málið þannig leyst á vettvangi.