Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Gátum ekki tekið neina áhættu varðandi bakvörðinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það verður bara svo að vera,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, um mögulega málsókn á hendur honum sem Anna Aurora Waage Óskarsdóttir bakvörður hefur boðað.

Forstjórinn leggur áherslu á að hann meðan málið sé í rannsókn lögreglu vilji hann ekki tjá sig efnislega um það en segir ljóst að þetta hafa verið tilkynnt til lögreglu með heill sjúklinga og starfsfólks í huga.

„Mín stærsta skylda er gagnvart sjúklingum, skjólstæðingum og starfsfólki. Lykilatriðið er að vernda alla og við gátum ekki tekið neina áhættu í þeim efnum að öryggi sé ógnað. Það lá algjörlega fyrir. Þetta er í rannsókn lögreglu og hún sér um rest,“ segir Gylfi sem fagnar því að allir bakverðirnir sem hjá honum eru hafi reynst neikvæðir eftir sýnatöku.

Sjá einnig: Einkaviðtal við bakvörðinn: „Ég var meðhöndluð eins og stórglæpamaður“

„Okkur er heldur betur létt að sýni allra bakvarðanna hafi reynst neikvæð. Núna náum við að sinna skjólstæðingum á sem mannlegastan hátt án þess að vera í fullum hlífðarbúnaði.“

Sjá einnig: Falski bakvörðurinn á framboðslista í síðustu kosningum – „Harmleikur“ segir fyrrverandi samstarfsmaður

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -